Úttekt á leiguhúsnæði

Úttekt á leiguhúsnæði framkvæmd af óháðum aðila.

Tryggir bæði leigusala og leigutaka.

Úttekt á leiguhúsnæði framkvæmd af óháðum aðila er góð trygging fyrir bæði leigusala og leigutaka. Skýrsla sem gerð er við úttekt er skjalfesting á ástandi húsnæðisins og búnaðar.

Samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 er skylda að láta framkvæma úttekt bæði við upphaf leigutíma og einnig við skil á húsnæðinu.

Í lögunum segir:

Leigjanda og leigusala eða umboðsmönnum þeirra er skylt gera úttekt á ástandi hins leigða húsnæðis áður en afhending fer fram og við lok leigutíma. Óháður úttektaraðili skal annast úttektina óski annar aðilinn þess og skiptist kostnaðurinn við úttektina þá að jöfnu milli þeirra.

Sé óskað úttektar úttektaraðila á ástandi hins leigða húsnæðis í öðrum tilvikum skal sá aðili sem óskar hennar greiða kostnaðinn vegna úttektarinnar. Leigjanda og leigusala er þó ávallt heimilt að semja um aðra kostnaðarskiptingu vegna úttektarinnar.

Leigjandi og leigusali skulu koma sér saman um úttektaraðila. Komi upp ágreiningur milli aðila geta aðilar vísað honum til kærunefndar húsamála.

Úttektaryfirlýsing skal gerð í þríriti og skulu aðilar leigusamnings og úttektaraðili undirrita hana og halda einu eintaki hver. Úttekt skal leggja til grundvallar ef ágreiningur verður um bótaskyldu leigjanda við skil húsnæðisins.

Fjallað er um úttekt leiguhúsnæðis í XIV. kafla húsaleigulaga.

Við tökum að okkur úttekt á leiguhúsnæði sem óháður aðili fyrir leigusala og leigutaka.

Gerð er skýrsla um ástand leiguhúsnæðis með myndum og textalýsingu sem allir aðiliar undirrita að skoðun lokinni.

Hér er hægt að panta úttekt á leiguhúsnæði, fyllið út formið og við munum hafa samband.

Leigusali eða leigutaki

Hakið í rétt box

Bakkatröð 1 – 601 Akureyri

837 - 5090

binni@bahus.is