Söluskoðun

Láttu fagmann taka út húsið áður en þú gerir tilboð

Fasteignakaup eru mikil fjárfesting

Söluskoðun á eign er gerð til þess að draga fram galla og meta viðhaldsþörf, þetta getur leikmanni auðveldlega yfirsést og því gott að fá fagmann í verkið. Í skoðuninni eru skráðar skemmdir og gallar sem geta haft áhrif á verðmat, sölu og bótarétt. Söluskoðun dregur einnig verulega úr hættu á málaferlum á milli kaupenda og seljenda og gerir þannig öll fasteignaviðskipti öruggari.

Algengt er að farið sé með bíla í söluskoðun og þykir kaupanda það sjálfsögð trygging áður en gengið er frá kaupunum. Bílakaup eru samt sem áður aðeins smáfjárfesting miðað við að kaupa fasteign sem segir okkur að söluskoðun á fasteign áður en keypt er, er mun mikilvægari trygging fyrir fasteignakaupanda.

Íbúðarkaup eru stór fjárfestingar og oft sú stærsta sem fólk fer í á lífsleiðinni. Það er því mikill hagur fyrir kaupendur að láta skoða eignina vel áður en gengið er frá kaupum. Gallar og skemmdir sem kaupanda yfirsést geta leitt til mikils kotnaðar sem kaupandi situr uppi með. Að láta fagmann framkvæma söluskoðun er því mjög hagkvæm aðferð til að fá gott yfirlit yfir eignina áður en kauptilboð er gert og auðveldar ákvörðun um fasteignakaup, og minni hætta skapast á að kaupanda yfirsjáist gallar vegna vanþekkingar. Oft er tekið fram í kauptilboðum að gerður sé fyrirvari um að fasteignaskoðun skuli fara fram áður en endanleg ákvörðun um kaup er tekin.

BÁ Hús framkvæma söluskoðun eftir fyrirfram ákveðnu ferli sem tryggir kerfisbundna skoðun. Söluskoðun er sjónskoðun sem framkvæmd er á staðnum, teknar eru myndir og ástand hluta kannað og metið. Að skoðun lokinni fá viðskiptavinir niðurstöðu skoðunnarinnar í skýrsluformi.

Sendu okkur tölvupóst á binni@bahus.is eða fylltu út formið hér að neðan til að óska eftir söluskoðun eða nánari upplýsingum.